31.1.18

Ale Hafraklattar


Ég sé sé að það er enn verið að skoða uppskriftina af klöttunum mínum sem ég setti inn fyrir mörgum árum. Síðan þá hef ég prufað mig áfram með uppskriftina og ætla því smella nýrri uppfærðri uppskrift hér inn líka. Þetta er eitt það besta sem ég fæ og eru þeir alltaf til á lager í frystinum heima.

Ég er mikill hafrakökulover og ástæðan fyrir því að ég fór að fikra mig áfram með þessa uppskrift fyrir mörgum árum er sú að flestar hafrakökur og klattar sem að fást í verslunum innihalda mikið magn af sykri og gera þá þar af leiðandi ekki að besta kostinum.

Mig langaði til þess að gera hollari útgáfu af hafraklöttum og úr varð þessi uppskrift sem að hefur svoleiðis slegið í gegn. Hún inniheldur engan hvítan sykur né hveiti og er einstaklega góður kostur sem millimál, morgunmatur eða orka fyrir æfingu.
Ég set stundum möndlusmjör eða hnetusmjör ofan á til þess að gera þetta extra gúrm og hef einnig prufað að setja súkkulaðirúsínur, hentur, möndlur og annað í spariuppskrift af klöttunum.





Hér koma leiðbeiningar:

Ég baka þessa uppskrift alltaf í sama elfdasta mótið sem ég keypti í IKEA, þannig fæ ég mjög góðan skammt af þeim. Set tengilinn með:https://www.ikea.is/products/2573
Ég set bökunarpappír ofan í það til þess að koma í veg fyrir að deigið festist við.

Ég veit það hljómar kannski fyndið en mér finnst MUST að nota gaffal til að blanda hráefnið saman því þannig inniheldur deigið meiri ást og líka vegna þess að þannig verður degið extra djúsí og ekki of hrært.

Það sem þú þarft:
250 g þroskaða banana 

- Athugið: ef þú ert með ofnæmi fyrir banana má nota eplamauk í staðinn.
1 heilt egg
1 eggjahvítu
150 g haframjöl
60 g af döðlum eða rúsínum
2-3 msk af kókosmjöli *val
Kanill eftir smekk (ég nota dágóðan skammt)
*Stundum set ég smá skvettu af vatni aukalega með því að kanillinn þurrkar deigið upp

Aðferð:
Ég byrja á því að setja bananana í skál og stappa þá niður með avokadó stappara eða þá kartöflustappara. Ég hræri svo aðeins í þeim með gafflinum og bæti svo eggjunum við og hræri áfram. Því næst set ég hafrana út í hræri þá vel við eggin og bananann. Að lokum set ég svo döðlurnar eða rúsínurnar út í ásamt kanilnum og hræri meira. Ef mér finnst að uppskriftin megi vera blautari, skvetti ég smá vatni út á til þess að mýkja hana upp.

Deiginu helli ég svo í eldfasta mótið og set inn í ofninn á svona 180 gráður og baka í sirka 20 mín eða þangað til að deigið er orðið þétt í sér. Ég er svona svolítið að fylgjast með, það er nefnilega ekki gott að baka þá of lengi því að þá verða þeir þurrir.

Ég sker svo uppskriftina í fjóra bita (í slíkum bita eru um 200 hitaeiningar) en stundum sker ég þá 16 bita. Klattana set ég í  poka og á þá í kæli eða fyrstinum. Það er hægt að taka þá út deginum áður eða smella þeim í örbylgjuna og þeir eru að geymast mjög vel í frystinum (hefur reyndar ekki fengið neina almennilega reynslu hjá mér þar sem að þeir eru fljótir að klárast).

Mér finnst mjög gaman að sjá hvað klattarnir hafa komið mörgum til góðs og margar minnst á að börnin þeirra elski að fá þá með sér í nesti í skólann.

Ég vona að þið njótið þeirra eins vel og ég 

0 ummæli:

Skrifa ummæli